© 2023 by Barista. Proudly created with Wix.com

GRÁI KÖTTURINN 

Því miður er Grái kötturinn lokaður, um óákveðinn tíma.


Heilsa starfsmanna og viðskiptavina okkar skiptir okkur öllu máli og því er þetta það eina rétta í stöðunni. Við viljum fara að fyrirmælum sóttvarnarlæknis og leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að draga úr þessum ófagnaði. 


Sjáumst vonandi sem fyrst aftur. 

 

The Grey Cat is closed (for how long we do not know) 
 

We are so sorry that we have to announce that we must close our doors, for the time being. The health and wellbeing of our staff and clients is the most important thing right now and we want to do our part in helping to reduce this epidemic. 
 

Hope to see you as soon as possible. 

Velkomin

Við erum með opið mán-fös kl. 7.30-14.30 og um helgar kl. 8.00-14.30. Eldhúsið lokar kl. 14.00 alla daga vikunnar og við lokum hurðinni yfirleitt kl. 14.30. 

Við eigum erfitt með að taka frá borð, rúlleríið hjá okkur er bara þannig. Það er sjaldan sem það er alveg stappfullt hjá okkur þannig að þér er óhætt að koma, við eigum alltaf sæti handa þér.  En ef þú vilt heyra í okkur er síminn hjá okkur 551 1544. 

Við erum sérstaklega stolt af brauðinu okkar og pönnukökunum, sem við búum til sjálf frá grunni. Við búum einnig til túnfisksalatið á staðnum eins og hummusinn okkar. Við erum þó líklega þekktust fyrir Trukkinn, sem inniheldur egg, beikon, kartöflur, pönnukökur, tómata í sósu og ristað brauð. Kaffið sem hún Valdís blandar fyrir okkur er líka einstaklega gott. En þú kemst ekki að því hve gott þetta er nema þú prófir! Komdu því endilega í heimsókn til okkar.