GRÁI KÖTTURINN
Velkomin
Það er opið alla daga frá kl. 8:00-14.00. Eldhúsið lokar kl. 14.oo en gestir geta setið til 14.30.
Við tökum ekki frá borð, rúlleríið hjá okkur er bara þannig. Það er sjaldan sem það er alveg stappfullt hjá okkur þannig að þér er óhætt að koma, við eigum alltaf sæti handa þér.
Við erum sérstaklega stolt af brauðinu okkar og pönnukökunum, sem við búum til sjálf frá grunni. Við búum einnig til túnfisksalatið á staðnum eins og hummusinn okkar. Við erum þó líklega þekktust fyrir Trukkinn, sem inniheldur egg, beikon, kartöflur, pönnukökur, tómata í sósu og ristað brauð. Kaffið sem hún Valdís blandar fyrir okkur er líka einstaklega gott. En þú kemst ekki að því hve gott þetta er nema þú prófir! Komdu því endilega í heimsókn til okkar.
Nýtt frá Gráa!
Nú er komið á markað malað kaffi frá Gráa kettinum. Þetta er yndislegt veitingahúsakaffi, blanda af fimm ólíkum arabíkabaunum. Kaffið fæst hjá okkur á Gráa kettinum, hjá Heimkaup, í Melabúðinni og í Hagkaup Skeifu, Kringlu, Smáralind og Garðabæ.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi innihald eða ofnæmisvalda á matnum hjá okkur hafðu samband við síma 551-1544
If you have any questions regarding ingredients or allergens please contact us directly +354551-1544
Grái kötturinn veitingar ehf / Sími 551 1544 / Kt 650615 0420 / vsk nr. 128797